Næsti fundur stjórnar verður 9. febrúar 2023. Skilafrestur umsókna er 30. janúar 2023.
42.634,-

Nýir meðlagsgreiðendur

Sá sem greiðir kostnað vegna framfærslu barns eða barna getur krafist meðlags frá hinu foreldrinu en viðkomandi verður að fara með forsjá barnsins og barnið að eiga lögheimili hjá honum.

Meðlag getur ýmist verið staðfest með samkomulagi milli foreldra hjá sýslumanni, úrskurði sýslumanns eða samkvæmt dómi. Í framhaldi slíkrar ákvörðunar eða samkomulags getur það foreldri sem á tilkall til greiðslna snúið sér til Tryggingastofnunar ríkisins og fengið meðlagi fyrirframgreitt.

Þegar Tryggingastofnun ríkisins hefur hafið greiðslur meðlags til rétthafa þess tekur Innheimtustofnun sveitarfélaga við innheimtunni. Stofnunin sendir sérstakt bréf þess efnis þar sem skuld er tilgreind svo og fjárhæð þess meðlags sem greiða ber mánaðarlega. Mikilvægt er fyrir meðlagsgreiðendur að hafa strax samband við stofnunina ef óskað er sérstakra greiðsluleiða, t.d. greiðsluseðils í heimabanka eða að greiða með kreditkorti. Stofnunin sendir einnig kröfur í laun, sem er þægileg leið til að standa skil á mánaðarlegum greiðslum.