Sími: 590 7100 Lágmúla 9, 108 Reykjavík English Dansk Polska

Nýir meðlagsgreiðendur

Hlusta


Þegar Tryggingastofnun ríkisins hefur hafið greiðslur meðlags til rétthafa þess tekur Innheimtustofnun sveitarfélaga við innheimtunni. Stofnunin sendir sérstakt bréf þess efnis þar sem skuld er tilgreind svo og fjárhæð þess meðlags sem greiða ber mánaðarlega. Mikilvægt er fyrir meðlagsgreiðendur að hafa strax samband við stofnunina ef óskað er sérstakra greiðsluleiða, t.d. ef óskað er greiðsluseðils í heimabanka eða greiða með kreditkorti. Stofnunin sendir einnig kröfur í laun vinnuveitanda. 

Verksmiðjan