Sími: 590 7100 Lágmúla 9, 108 Reykjavík English Dansk Polska

Dregið af mér en ekki skilað til Innheimtustofnunar

Hlusta


Meðlagsgreiðendur sem greiða með aðstoð launagreiðanda, þ.e. launagreiðandi heldur eftir hluta launa og skilar til stofnunarinnar, verða að fylgjast með því hvort meðlög skili sér til stofnunarinnar. Fara verður vel yfir tilkynningar um stöðu sem sendar eru á 4 mánaða fresti. Vakni grunur um að meðlög skili sér ekki þarf að framvísa launaseðlum hjá stofnuninni sem allra fyrst. Í þeim tilvikum lækkar stofnunin skuld viðkomandi til samræmis við óskilað meðlag og innheimtir fjárhæðirnar hjá vinnuveitanda. 

Verksmiðjan