Sími: 590 7100 Lágmúla 9, 108 Reykjavík English Dansk Polska

Úrræði vegna greiðsluerfiðleika

Hlusta


Komi til þess að meðlagsgreiðandi telji sig ekki geta staðið í skilum með meðlagsgreiðslur sínar, verður hann að snúa sér til Innheimtustofnunar og semja um vanskilin til að koma í veg fyrir að lögfræðiinnheimta fari af stað, en slíkt hefur kostnað og óþægindi í för með sér fyrir meðlagsgreiðendur. Ýmsar upplýsingar þar að lútandi er að finna á heimasíðunni. Einnig veitir starfsfólk stofnunarinnar svör við þeim spurningum sem upp kunna að koma. 

 

Það athugast að dráttarvextir reiknast á vangreidd meðlög 30 dögum eftir gjalddaga.

Vinsamlegast hafið því samband við starfsfólk stofnunarinnar til að fá nánari upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru hjá stofnuninni.Einnig er rétt að benda á ráðgjafa sem starfa fyrir utan stofnunina og veita ráðgjöf fyrir einstaklinga sem hafa lent í fjárhagslegum erfiðleikum. Helst er að benda á í þessu sambandi Umboðsmann skuldara sem heyrir undir velferðarráðherra, Félagsþjónustu sveitarfélaganna,  Íbúðalánasjóð og möguleika á greiðsluerfiðleikaláni þar og svo þjónustufulltrúa banka og sparisjóða varðandi lánafyrirgreiðslu.

Warning: file_put_contents(/var/www/vhosts/medlag.is/httpdocs/files/cache/pages/e/d/f/edf78c89ad21c080dd63b0a53fc2cf4261781766d479d456fe4f6af774e52f4a.cache): failed to open stream: Permission denied in /var/www/vhosts/medlag.is/httpdocs/concrete/core/libraries/page_cache/types/file.php on line 62